_                _          __  __  _
(_)_ __ ___   ___| |_ _   _ / _|/ _|(_)___
| | '__/ __| / __| __| | | | |_| |_ | / __|
| | | | (__ _\__ \ |_| |_| |  _|  _|| \__
|_|_|  \___(_)___/\__|\__,_|_| |_|(_)_|___/
Heim | Hjálp | Reglur | Staða | Skrár | Vefspjall | Þjónusta |

Uppsetning og upplýsingar um SSL
Til baka
SSL er skamstöfun fyrir Secure Sockets Layer. Það er aðferð til þess að aðilar geti haft örugg samskipti yfir net án þess að eiga það á hættu að óviðkomandi aðilar komist í samskiptin á milli þeirra.

Öll umferð til og þér fer í flestum tilfellum í gegn um marga tengipunkta áður hún kemst á áfangastað.
Aðilar sem hafa aðgang að þessum tengipunktum geta auðveldlega hlerað samskiptin þín á netinu. Þetta er afskaplega auðvelt að gera sé maður í aðstöðu til þess og krefst sára lítillra tölvukunnáttu. Sért þú t.d. tengur irc.stuff.is í vinnunni getur netstjórinn (og hugsanleg aðrir á innra netinu) auðveldlega hlerað þína umferð. Með því að tengjast irc.stuff.is í gegn um SSL getur enginn hlerað samskipti milli þíns og IRC þjónsins.

Athugið! Til þess að eiga algjörlega öruggar samræður við hóp fólks verða allir aðilarnir sem eru að tala saman að vera tengdir IRC þjóninum í gegn um SSL. Ef einn er ekki tengdur í gegn um SSL væri husganleg hægt að hlera hans umferð og þannig líka skilaboð allra til hans þótt þeir eru tengdir í gegn um SSL.

Upplistun á nokkrum IRC biðlurum (e. clients) sem hafa innbyggðan stuðning til að tengjast IRC þjóni í gegn um SSL.
  • BitchX (*nix, MacOs, Window)
  • Xchat (*nix, MacOs, Window)
  • KVirc (*nix, Windows)
  • irssi (*nix, MacOs, Window)
  • mIRC (Windows) styður líka SSL en með smá breytingum. Sjá leiðbeiningar um það hér fyrir neðan.

Uppsetning á SSL fyrir mIRC

Síðan v6.14 hefur mIRC stutt SSL með því að nota OpenSSL bókasafnið, það fylgir hinsvegar ekki með mIRC. Þess vegna þarf þú að bæta því við með því að setja skrárnar libeay32.dll og ssleay32.dll í mIRC möppuna og hugsanlega msvcr70d.dll ef þú ert með Win9x.

Þú getur annaðhvort þýtt sjálf/ur OpenSSL bókasafnið eða notað Win32 OpenSSL uppsetningarforrit sem er trúlega betra, þú getur líka náð í það hérna frá okkur.

Til að prófa hvort þú getir notað SSL getur þú skrifað í mIRC //echo $ssl
Ef SSL stuðningur fyrir mIRC er rétt uppsettur skrifast út $true annars $false.
Þú tengst síðan irc.stuff.is í gegn um SSL með því að skrifa í mIRC
/server irc.stuff.is:+6697

Plúsinn fyrir framan port númer segir mIRC að þú ætlar að tengjast í gegn um SSL.
Til baka

irc.stuff.is
Slóðin er irc.stuff.is
Opin port eru 6660-6670
og SSL port 6697

Vefspjall á eigin síðu
Þú getur haft rauntíma vefspjall á eigin heimasíðu.
Ýttu hérna og fylgdu leiðbeiningunum.