_ _ __ __ _
Heim | Hjálp | Reglur | Staða | Skrár | Vefspjall | Þjónusta | (_)_ __ ___ ___| |_ _ _ / _|/ _|(_)___ | | '__/ __| / __| __| | | | |_| |_ | / __| | | | | (__ _\__ \ |_| |_| | _| _|| \__ |_|_| \___(_)___/\__|\__,_|_| |_|(_)_|___/ IRC Undirstöðuatriði Til baka Listi yfir skipanir sem þú gerir í flestum IRC biðlaranum (e. client). /join #rás Ferð inn á viðkomandi rás. Í mörgum forritum dugar að gera bara /j #rás /part #rás Ferð af viðkomandi rás /quit skilaboð Aftengist IRC þjóninum með skilgreinum skilaboðum /server irc.stuff.is Tengist irc.stuff.is IRC þjóninum. Ef þú ert að nota mIRC (og hugsanlega önnur IRC forrit) getur þú verið á mörgum IRC þjónum í einu. Segjum að þú sért tengur irc.simnet.is og viljir líka vera á irc.stuff.is. Þá skrifar þú bara /server -m irc.stuff.is /list Listar upp allar rásir á IRC netinu/þjóninum /nick gælunafn Breytir gælunafninu þínu. Sé þetta gælunafn sem þú hefur skráð gætir þú þurft að sanna fyrir NickServ og þú eigir það. Sjá hjálp um NickServ /msg gælunafn skilaboð Sendir einkaskilaboð til viðkomandi /query gælunafn skilaboð Sendir einkaskilaboð til notanda og opnar einkaskilaboða glugga í leiðinni. Þú getur líka skrifað /query gælunafn til að opna einkaskilaboðaglugga án þess að senda viðkomandi einkaskilaboð /me aðgerð Skrifast út á rásina eins og þú sért að gera eitthvað. Dæmi: Segum að þú heitir Gunnar og gerir /me syngur skrifar út "Gunnar syngur" /notice gælunafn skilaboð Sendir einkaskilaboð til viðkomandi nema í flestum IRC biðlurum kemur þetta upp í rásaglugga í stað einkaskilaboðaglugga hjá viðkomandi. Einnig heyrist oftast hljóð hjá viðkomandi. /whois gælunafn Sýnir upplýsingar um viðkomandi, t.d. IP tölu. irc.stuff.is felur hinsvegar hluta af IP tölu notanda sinna til þess að vernda þá fyrir allskonar árásum. Einstaklingur sér ekki ef það er gert whois á hann nema hann sé IRC þjóns stjórnandi /whowas gælunafn Sýnir upplýsingar um viðkomandi eftir að hann sé farinn af IRC þjóninum. /ping gælunafn Þá sendur þú viðkomandi ping og viðkomandi svarar því sjálfkrafa. Þetta er til þess að vita hversu lengi skilaboð eru að berast til viðkomandi og til baka til þín. Sé tíminn lengri en 1 sekúnda er það yfirleitt talið lélegt. Athugið, sumir IRC biðlarar svara ekki ping útaf öryggisástæðum. Til baka |
Slóðin er Ýttu hérna og fylgdu leiðbeiningunum. |
© 2005-2014 irc.stuff.is. Allur réttur áskilinn. Reglur. Tölvupóstfang (Eingöngu varðandi spjallþjóninn sjálfan). Vörumerki eru eign viðkomandi aðila. Heimasíðan var síðast uppfærð 8. mars 2014 |